Gunnar Már Guðmundsson stýrði Þrótti í fyrra en hætti fyrir skömmu hjá félaginu til að taka við Fjölni.
Auðun hefur nú verið ráðinn eftirmaður Gunnars og mun stýra Þrótturum í 2. deildinni í sumar.
Auðun þjálfaði síðast Sindra í 2. deild 2016. Hann hefur einnig þjálfað hjá Fram og Selfossi.
Á leikmannaferlinum lék Auðun 35 landsleiki. Hann lék lengi sem atvinnumaður í Sviss, Noregi, Belgíu og Svíþjóð. Auðun varð Íslandsmeistari með FH 2005 og lék einnig með Leiftri, Fram, Grindavík, Selfossi og Sindra hér á landi.
Þróttur endaði í 3. sæti 2. deildar á síðasta tímabili og var aðeins einu stigi frá því að vinna sér sæti í Lengjudeildinni.