Angie Stone lést í bílslysi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 10:51 Stone hlaut þrjár Grammy tilnefningar á ferlinum. AP Bandaríska R&B söngkonan Angie Stone og meðlimur hip-hop þríeykisins The Sequence, er látin. Hún varð 63 ára. Walter Millsap III, umboðsmaður Stone til margra ára, segir við AP að hún hafi látist í bílslysi snemma á laugardagsmorgun. Hún hafi verið á ferð frá borginni Atlanta í Georgíuríki til Alabamaríkis þegar bíllinn sem hún var í valt. Í framhaldinu hafi stórum flutningabíl verið ekið á bílinn. Stone var úrskurðuð látin á vettvangi, en aðrir farþegar lifðu slysið af. Átta voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegaeftirliti Alabamaríkis. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Alabama. Stone stofnaði þríeykið The Sequence árið 1979. Lögin Funk You Up, Simon Says og Monster Jam, úr smiðju hljómsveitarinnar nutu vinsælda á síðari hluta síðustu aldar. Stone átti að auki farsælan sólóferil en þar má nefna lög hennar Wish I didn´t Miss You og No More Rain. Hún hlaut þrjár Grammy tilnefningar yfir ferilinn, þar á meðal fyrir besta R&B flutning árið 2005. Tónlist Bandaríkin Andlát Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Walter Millsap III, umboðsmaður Stone til margra ára, segir við AP að hún hafi látist í bílslysi snemma á laugardagsmorgun. Hún hafi verið á ferð frá borginni Atlanta í Georgíuríki til Alabamaríkis þegar bíllinn sem hún var í valt. Í framhaldinu hafi stórum flutningabíl verið ekið á bílinn. Stone var úrskurðuð látin á vettvangi, en aðrir farþegar lifðu slysið af. Átta voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegaeftirliti Alabamaríkis. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Alabama. Stone stofnaði þríeykið The Sequence árið 1979. Lögin Funk You Up, Simon Says og Monster Jam, úr smiðju hljómsveitarinnar nutu vinsælda á síðari hluta síðustu aldar. Stone átti að auki farsælan sólóferil en þar má nefna lög hennar Wish I didn´t Miss You og No More Rain. Hún hlaut þrjár Grammy tilnefningar yfir ferilinn, þar á meðal fyrir besta R&B flutning árið 2005.
Tónlist Bandaríkin Andlát Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira