Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar 2. mars 2025 16:01 Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun