Fundurinn hefst klukkan 9:30 og er hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka hafa farið hátt í opinberri umræðu eftir að greint var frá því að nokkrir flokkar hefðu fengið slíka styrki þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra.
Daði Már tók ákvörðun um það í byrjun febrúar að krefjast ekki endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum til flokkanna þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt áðurnefnt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Ráðherrann tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina.