Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:31 Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun