Sport

Efni­legur leik­maður lést í bíl­slysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Pittsburgh háskólanum.
Úr leik hjá Pittsburgh háskólanum. vísir/getty

Einn efnilegasti varnarmaður Bandaríkjanna í amerískum fótbolta lést um helgina. Hann var aðeins átján ára gamall.

Drengurinn hét Mason Alexander. Bílslysið varð í úthverfi Indianapolis. Alexander var farþegi í bílnum sem var að reyna að taka fram úr og endaði utan vegar. Þar lenti hann á tré og kviknaði í honum.

Þessi efnilegi drengur var eftirsóttur af mörgum stærstu háskólum landsins en ákvað á endanum að semja við háskólann í Pittsburgh.

Hann var í 35. sæti yfir efnilegustu bakverði landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×