Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand, Johanna Franke og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa 3. mars 2025 13:02 Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Við stöndum frammi fyrir plastkrísu af mannavöldum. Plast mengar bæði land og sjó og eyðileggur lífriki sjávars. Hvalir, höfrungar og sjófuglar eru meðal þeirra sem svelta vegna gleypts plasts, og jafnvel refir á Hornströndum hafa fundist éta það. Samkvæmt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) berast árlega um 11 milljónir tonna af plastúrgangi í heimshöfin. Ef ekkert er gert gæti sú tala þrefaldast fyrir árið 2040. Við finnum þegar plastmengun við strendur Íslands. Hafrannsóknastofnun hefur við rannsóknir fundið allt að 5.000 plasteiningar á hvern ferkílómetra af hafsbotni við landið. Hafið hefur engin landamæri – plast sem fer í sjóinn hér getur borist um allan heim. MS-jógúrtdósir og íslensk fiskikör hafa til dæmis fundist á fjörum Svalbarða, eins og rannsóknir MARP (Marine Plastic Pollution in the Arctic) hafa leitt í ljós. Plast er mjög skaðlegt fyrir hafið, sjávarlífverur og okkur sjálf. Árið 2022 sáust fyrst rispuhöfrungar (Risso’s Dolphins) við Ísland, en fundargleðin var skammvinn því höfrungarnir dóu stuttu seinna. Við krufningu kom í ljós að annar þeirra hafði soltið til dauða; maginn var fullur af mjúku plasti sem líktist ruslapokum. Þetta er ekki einsdæmi. Samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands var plast að finna í meira en 70% fýla sem skoðaðir voru á íslenskum ströndum á árunum 2018-2023. Plast getur tekið allt að 500 ár að brotna niður í náttúrunni. Þegar sjávaröldur og sólargeislar brjóta stóra plastbúta niður brotna þeir ekki niður á lífrænan máta heldur í sífellt smærri agnir sem kallast örplast og nanóplast. Þessar agnir hafa fundist í þorski, kræklingi, drykkjarvatni, brjóstamjólk og jafnvel í jöklum. Samkvæmt þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna geta efnin í plasti haft alvarleg áhrif á heilsu okkar – þau geta truflað innkirtlastarfsemi, aukið insúlínviðnám, valdið þyngdaraukningu, minnkað frjósemi og aukið líkur á krabbameini. Þetta er ekki tæmandi listi þar sem vísindamenn eru enn að reyna að komast að því hversu mikinn skaða örplast og nanóplast valda líkama okkar. Um 85% af öllu rusli sem finnst á íslenskum ströndum er plast. Algengustu hlutirnir eru fiskinet, veiðarfæri, plastflöskur og umbúðir. Myndritið hér að neðan byggir á niðurstöðum strandhreinsana frá Ocean Missions á norðurlandi og sýnir hlutföll þeirra hluta sem finnast í rusli í fjörum landsins. Ruslið kemur m.a. frá sjávarútvegi, heimilissorpi og skipaflutningum. Hvernig getum við breytt þessu? Breytingar eru nauðsynlegar en hvað getum við sem fólk, samtök og fyrirtæki gert til að stöðva plastflóðið? Við getum öll lagt okkar af mörkum með því að m.a.: Nota endurnýtanlega og sjálfbæra valkosti, flokka úrgang rétt og þekkja þær reglur sem gilda um sorphirðu, hætta að henda rusli í klósettið sem á ekki að fara þangað, hreinsa strandir og umhverfið eftir okkur og aðra, og, fyrirtæki og stofnanir geta lækkað plastnotkun og frætt viðskiptavini og samstarfsaðila um umhverfisvænni valkosti Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að almenningur á ekki að bera allan þungann. Vandinn stafar af skorti á lagasetningu og á stuðningi stjórnvalda við aðra valkosti, viðeigandi innviðum úrgangsstjórnunar og fráveitu og ábyrgð sjávarútvegs sem og annarra atvinnugreina. Hlutverk stjórnvalda Stjórnvöld bera ábyrgð á að taka stóru skrefin. Þau þurfa að setja fleiri lög og reglugerðir, efla plastlausar lausnir og styðja rannsóknir og aðrar ráðstafanir sem draga úr plastnotkun. Plastmengun í hafinu er ekki einungis umhverfisvandi heldur einnig lýðheilsuvandi. Plast er mjög sýnileg birtingarmynd þess hvernig við förum illa með jörðina en til að takast á við plastmengun í hafinu og ofneyslu, sem er rót vandans, þarf djarfar aðgerðir frá okkar helstu leiðtogum. Gerum sjávarútveginn ábyrgann, framfylgjum tilkynningarskyldu um týndan veiðibúnað, og stefnum í átt að sjálfbærum og ábyrgari lausnum. Drögum úr framleiðslu á óþarfa plasti þar sem betri valkostir eru til staðar. Af hverju þurfa sem dæmi gúrkurnar okkar að vera vafðar inn í plast? Ungir umhverfissinnar báðu Guðlaug Þór Þórðarson, fyrrv. umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra síðastliðið vor að íhuga kerfi til að styðja við valkosti gegn slíkri sóun á plasti í íslenskri grænmetisframleiðslu en ráðuneytið tók málið ekki lengra. Víða eru notaðar endurnýtanlegar pappa- eða plastumbúðir fyrir m.a. ber, gúrkur og tómata. Af hverju gæti ekki verið skilakerfi fyrir þess konar ílát eða aðra pakkningu sem augljóslega væri hægt að nota aftur og aftur, og ekki bara úr plasti heldur einnig öðrum efnum? Og að lokum, af hverju erum við enn að senda næstum allan úrganginn okkar úr landi? Förum að endurvinna hérna á Íslandi! Plast mengar sjóinn, skaðar sjávarlíf og ýtir undir loftslagsbreytingar. Plast er búið til úr jarðefnaeldsneyti, og þegar það er brennt til orkuvinnslu – oft kallað „endurvinnsla“ – getur það verið verra en að brenna kol. Ef ekkert er að gert, mun vandinn einungis aukast. "Lengi tekur sjórinn við," en ekki að eilífu. Við þurfum aðgerðir – og við þurfum þær strax. Höfundar eru: Emily Jaimes Richey-Stavrand, Verkefna- og viðburðastjóri SOA Iceland Johanna Franke, Umsjónamaður strandhreinsanna hjá Ocean Missions Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra Umhverfissinna
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun