Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar 3. mars 2025 15:03 Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Skoðun Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun