Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 09:01 Virgil van Dijk og Mohamed Salah gætu átt eftir að handleika bikarinn í Meistaradeild Evrópu, í München 31. maí. Getty Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina. Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Sjá meira
Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Sjá meira