Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 09:01 Virgil van Dijk og Mohamed Salah gætu átt eftir að handleika bikarinn í Meistaradeild Evrópu, í München 31. maí. Getty Nú þegar 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eru að hefjast í kvöld og á morgun þá hafa sérfræðingar Opta-tölfræðiveitunnar fundið út hvaða lið séu líklegust til að vinna keppnina. Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Búið er að mata ofurtölvuna með öllum helstu gögnum og eftir 10.000 keyrslur er niðurstaðan sú að Liverpool sé líklegast til að vinna keppnina. Það þarf ekki að koma á óvart enda varð Liverpool efst í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er jafnframt langefst í ensku úrvalsdeildinni. Opta segir 19,2% líkur á að Liverpool verði Evrópumeistari en telur vissulega að stór hindrun sé í vegi liðsins núna í 16-liða úrslitunum, en einvígið við PSG hefst á morgun. Opta segir 58,3% líkur á að Liverpool slái PSG út en að það séu 49% líkur á að Liverpool komist í undanúrslit og 30,9% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Líkur hvers liðs á að komast á næstu stig í Meistaradeild Evrópu. Dálkurinn lengst til hægri sýnir líkur á að vinna keppnina.Opta Analyst Barcelona þykir næstlíklegast til að verða Evrópumeistari og Inter er þar skammt á eftir. Arsenal er svo í 4. sæti með 11,6% líkur á að verða Evrópumeistari, fyrir ofan ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid sem þó slógu Manchester City út með sannfærandi hætti. Lille, lið Hákonar Arnars Haraldssonar, og Dortmund eru talin álíka líkleg til að ná árangri í keppninni en þau mætast í 16-liða úrslitunum í kvöld. Það er ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að verða Evrópumeistarar í vor.Flashscore Það spilar auðvitað inn í niðurstöður Opta hvaða leið liðin hafa fengið að úrslitaleik keppninnar en búið er að draga um hvaða lið geta mæst í 8-liða úrslitunum og undanúrslitunum. Til að mynda er ljóst að Barcelona getur ekki mætt Liverpool, Arsenal eða Real Madrid fyrr en mögulega í úrslitaleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira