Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 23:33 Það hefur verið erfitt að vera stuðningmaður Manchester United síðustu mánuði. Getty/James Baylis Einn stærsti stuðningsmannaklúbbur Manchester United vill senda skýr skilaboð til eiganda félagsins á næsta heimaleik liðsins sem verður á móti Arsenal á Old Trafford. Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira