NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Aron Guðmundsson skrifar 5. mars 2025 11:28 Luka Dončić er körfuboltastjarna á heimsmælikvarða og hjá Los Angeles Lakers spilar hann með Lebron James. Vísir/Getty NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira