Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 16:00 Ruben Amorim hefur ekki átt sjö dagana sæla sem stjóri Manchester United en liðið er þó enn með í Evrópudeildinni. Getty/James Gill Manchester United þarf að slá út Orra Óskarsson og félaga í Real Sociedad til að eiga enn möguleika á titli á þessari leiktíð. Rúben Amorim, stjóri United, segir félagið hins vegar hafa um „stærri hluti“ að hugsa en að vinna titil í vor. Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Amorim tók við sigursælasta liði enska boltans í nóvember en síðan þá hefur liðið fallið úr leik í enska deildabikarnum og bikarnum, og færst niður í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Von United um titil á þessari leiktíð og Evrópusæti á næstu leiktíð felst því í því að vinna Evrópudeildina, þar sem liðið mætir Real Sociedad í fyrri leik 16-liða úrslita á morgun klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. United vann bikarmeistaratitil á síðustu leiktíð og deildabikarmeistaratil á þarsíðustu leiktíð, undir stjórn forvera Amorims, Eriks ten Hag. Amorim er hins vegar ekki of upptekinn af því að United landi endilega titli í vor. „Veit að það er skrýtið að segja það“ „Fólk horfir á Evrópudeildina sem einu keppnina sem við getum enn unnið, auk tengingarinnar á milli Evrópudeildarinnar og þess að komast í Meistaradeild Evrópu. En í sannleika sagt þá höfum við stærri hluti að hugsa um. Ég veit að það er skrýtið að segja það en við erum að reyna að búa eitthvað til hérna sem er mikilvægara en að vinna titil akkúrat núna,“ sagði Amorim í viðtali við Sky Sports. ''We are trying to build something that is going to last more than any trophy this season'' 🗣️Ruben Amorim on the importance of Manchester United picking up silverware in the Europa League 🏆 pic.twitter.com/OuozpPDwhT— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2025 „Ég veit að okkur ber skylda til að berjast um alla titla en í augnablikinu erum við að reyna að búa eitthvað til sem endist lengur en titill á þessari leiktíð,“ sagði Amorim sem reynt hefur að innleiða nýja leikaðferð hjá United og sagt að félagið verði að sýna þolinmæði. Óvissa ríkir um hvort Harry Maguire og Manuel Ugarte geti spilað á Spáni á morgun en þeir tóku ekki þátt í æfingu United í dag, vegna „minni háttar vandamála“ samkvæmt BBC. Ólíklegt er að þeir spili leikinn. United er þegar án Lisandro Martinez, Amad Diallo, Luke Shaw, Mason Mount, Kobbie Mainoo, Patrick Dorgu og Jonny Evans vegna meiðsla.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira