GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2025 10:02 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon GÖZ-uðu um leik Tindastóls og Keflavíkur. stöð 2 sport Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Leikurinn í kvöld er hinn svokallaði GAZ-leikur umferðarinnar og þeir Pavel og Helgi munu lýsa honum með sínu nefi á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-manna fyrir leikinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Tindastóll - Keflavík Fyrir tímabilið hefðu eflaust margir búist við að leikur Tindastóls og Keflavíkur yrði toppslagur. En raunin er önnur. Stólarnir eru vissulega á toppi Bónus deildarinnar en Keflvíkingar eru í 9. sætinu og ekki inni í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Þremur umferðum er ólokið. „Því miður er þetta ekki þannig leikur en það sem gerir hann áhugaverðan er að er smá örvænting sem fylgir honum. Liðin þurfa bæði sigur,“ sagði Helgi. Tímabilið hefur verið mikil vonbrigði í Keflavík. Allmargar breytingar hafa orðið á liðinu, bæði á þjálfarateyminu og leikmannahópnum. Hinn þrautreyndi Sigurður Ingimundarson tók við Keflvíkingum og fékk það erfiða verkefni að koma þeim í úrslitakeppnina. Eru menn að bíða? „Árangurinn hefur kannski ekki verið betri. Það má ræða frammistöðuna, hvort hún hafi batnað? Kannski eitthvað smá. Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá þeim og það er í raun tvennt sem maður gæti séð fyrir sér að sé í gangi í herbúðum þeirra,“ sagði Pavel. „Annað hvort eru allir að fara að berjast til síðasta blóðdropa, leggja allt í þetta til að gera sitt besta til að komast í þessa úrslitakeppni og reyna að bjarga þessu tímabili. Eða þá að menn eru bara að bíða. Menn eru bara orðnir þreyttir á vonbrigðunum og veseninu í ár og vilja bara lina þjáningar sínar.“ Bikarinn gulrót Helgi tók við og velti fyrir sér hvaða leið Keflvíkingar færu en benti á að enn væri mikið í húfi fyrir þá í bikarkeppninni. „Farnir að gúggla flugmiðar og pæla í hvenær þeir eiga að komast heim til sín og svo framvegis. Ég lít aðallega á þennan leik fyrir Keflavík, að bjarga tímabilinu vissulega. Ef þeir vinna þennan leik eru þeir komnir í fín mál til að koma sér í úrslitakeppnina,“ sagði Helgi. „Hins vegar eru þeir í undanúrslitum í bikar og ef þeir komast sómasamlega frá þessum leik finnst mér þeir vera að gefa tóninn fyrir bikarhelgina.“ Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2. Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik