Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Lizbeth Ovalle fagnar marki með félögum sínum í Tigres. Getty/Azael Rodrigue Knattspyrnukonan Jacqueline Ovalle skoraði stórglæsilegt en um leið afar óvenjulegt mark á dögunum. Mark hennar var svo flott mark að fólk fór strax að ræða um það sem mögulega flottasta fótboltamark ársins. Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna. Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina. Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna. Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina. Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fótbolti Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira