Handbolti

Nýjasti lands­liðs­maðurinn fagnaði sætinu með hauskúpu­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Steinsson fær fleiri tækifæri til að sýna og sanna að hann eigi heima í íslenska landsliðinu.
Ísak Steinsson fær fleiri tækifæri til að sýna og sanna að hann eigi heima í íslenska landsliðinu. EHF

Ísak Steinsson var valinn í íslenska A-landsliðið í handbolta í fyrsta sinn í gær en strákurinn náði ekki að fylgja því eftir í kvöld þegar liðið hans spilaði í norsku úrvalsdeildinni.

Ísak og félagar í Drammen unnu samt frábæran þriggja marka endurkomusigur á Bergen á útivelli. Bergen var sæti ofar en Dramman minnkaði forskotið í tvö stig með þessum góða útisigri.

Drammen vann leikinn 35-32 en aðeins fimm mínútum fyrir leikslok var Bergen tveimur mörkum yfir, 32-30. Drammen skoraði fimm síðustu mörk leiksins og tryggði sér sigurinn.

Ísak var ekki í byrjunarliðinu hjá Drammen en kom inn þegar Oscar Syvertsen náði sér ekki á strik í upphafi leiks.

Ísak átti hins vegar alls ekki góðan leik og náði aðeins að verja eitt skot af þeim tólf sem komu á hann. Átta prósent markvarsla og hann þurfti því að sætta sig að setjast aftur á bekkinn.

Ísak fagnaði því landsliðssætinu með hauskúpuleik en vonandi getur hann sýnt í hvað hann er spunnið í leikjunum í undankeppni EM þar sem hann er annar af tveimur markvörðum íslenska landsliðsins.

Það sem skipti mestu máli var að Drammen liðinu tókst að landa mikilvægum sigri á útivelli.


Tengdar fréttir

Fetar í fót­spor afa síns sem hann aldrei kynntist með lands­liðinu

Hinn 19 ára gamli Ísak Steins­son, mark­vörður Drammen í Noregi, gæti spilað sinn fyrsta A-lands­leik fyrir Ís­lands hönd í komandi verk­efni liðsins í undan­keppni EM og þar með fetað í fót­spor afa síns sem hann hafði aldrei tækifæri á að kynnast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×