Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 08:41 Viktor Hovland og aðrir úrvalskylfingar eru væntanlegir á Stöð 2 Sport. vísir/getty Sýn hf. og European Tour Productions hafa undirritað samning um að Stöð 2 Sport verði heimili DP World Tour næstu árin. Mótaröðin, sem hét áður PGA European Tour, var á árum áður reglulega á dagskrá íþróttastöðva Sýnar og snýr nú aftur. Útsendingar frá DP World Tour eru þegar hafnar á Stöð 2 Sport. Þá var einnig samið um sýningarrétt Ryder-bikarkeppninnar og verða næstu keppnir sýndar á Stöð 2 Sport. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í alþjóðlegu golfi en í keppninni etja saman kappi bestu kylfingar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Næsta mót fer fram á Bethpage Black Course vellinum í New York í Bandaríkjunum, dagana 25.-28. september. Ryder-keppnin fer fram annað hvert ár en árið 2027 verður 100 ára afmælismót og fer það fram á Adare Manor í Írlandi. „Það er mikið ánægjuefni að DP World Tour og Ryder Cup verði aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports og við hlökkum til að halda áfram að færa áskrifendum golf í hæsta gæðaflokki,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Sýn. „Risamótin fjögur hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar undanfarin ár og eru nú aðeins fáeinar vikur í að fyrsta risamót ársins, Masters, verði á dagskrá Stöðvar 2 Sports.“ Golf Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótaröðin, sem hét áður PGA European Tour, var á árum áður reglulega á dagskrá íþróttastöðva Sýnar og snýr nú aftur. Útsendingar frá DP World Tour eru þegar hafnar á Stöð 2 Sport. Þá var einnig samið um sýningarrétt Ryder-bikarkeppninnar og verða næstu keppnir sýndar á Stöð 2 Sport. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í alþjóðlegu golfi en í keppninni etja saman kappi bestu kylfingar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Næsta mót fer fram á Bethpage Black Course vellinum í New York í Bandaríkjunum, dagana 25.-28. september. Ryder-keppnin fer fram annað hvert ár en árið 2027 verður 100 ára afmælismót og fer það fram á Adare Manor í Írlandi. „Það er mikið ánægjuefni að DP World Tour og Ryder Cup verði aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports og við hlökkum til að halda áfram að færa áskrifendum golf í hæsta gæðaflokki,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Sýn. „Risamótin fjögur hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar undanfarin ár og eru nú aðeins fáeinar vikur í að fyrsta risamót ársins, Masters, verði á dagskrá Stöðvar 2 Sports.“
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira