FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 15:01 Lionel Messi með HM-styttuna eftir að Argentína vann síðasta 32 þjóða mótið, í Katar 2022. Getty/Marc Atkins Möguleikar Íslands á að komast aftur á HM í fótbolta gætu aukist ef hugmyndir um enn frekari stækkun mótsins ganga eftir. Til greina kemur að fjölga þátttökuþjóðum í 64 fyrir HM 2030. Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil. HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og segist hafa heimildir fyrir því að FIFA hafi borist fyrirspurn þessa efnis frá einum af gestgjöfum HM 2030. Tilefnið er hundrað ára afmæli HM og gengur hugmyndin út á að fagna því með því að 64 af 211 aðildarþjóðum FIFA verði með á mótinu í þetta eina sinn. Samkvæmt New York Times tók Gianni Infantino, forseti FIFA, vel í hugmyndina. Á HM í Katar 2022 tóku 32 þjóðir þátt en mótið hefur nú verið stækkað og verða 48 þjóðir með á HM á næsta ári, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. HM 2030 fer svo fram í Marokkó, Portúgal og Spáni, auk þess sem stakir leikir fara fram í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þetta verður því fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fer í þremur heimsálfum, og nú mögulega það langfjölmennasta hingað til. Sætt hefur gagnrýni að mótinu sé dreift svo víða, með tilheyrandi löngum ferðalögum fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hefur FIFA verið sakað um að dreifa mótinu í þrjár heimsálfur til að tryggja að Sádi-Arabía gæti fengið HM 2034 því aðeins Asía og Eyjaálfa komu þá til greina sem gestgjafar og voru Sádar þeir einu sem sóttu um að halda mótið. Það að halda HM í Sádi-Arabíu hefur verið gagnrýnt vegna mannréttindabrota þar í landi. Eins og fyrr segir fer næsta heimsmeistaramót fram í Norður-Ameríku, 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Vegna fjölgunar liða í 48 þá verða leikirnir á mótinu 104 talsins í stað 64 áður. Íslenska landsliðið, sem mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars, byrjar undankeppni HM 5. september með leik við Aserbaídsjan. Liðin eru einnig í riðli með Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu núna í mars. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM og liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM 2034 í fótbolta HM 2030 í fótbolta HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Stjarnan hoppar upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira