Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 12:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar. Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“ Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“
Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira