Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar 7. mars 2025 12:46 Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þú sem ert með ADHD. Þú sem ert mögulega með ADHD. Þú sem átt börn, maka eða ert í fjölskyldu með ADHD. Þú sem ert fagmaður eða kemur að umræðu um ADHD. Nú og kannski ekki síst þú, sem veist lítið eða ekkert um ADHD! Tilveran er nógu flókin fyrir flesta. Hraðinn, samfélagið, kröfurnar, samanburðurinn og allt það sem stöðugt er í umræðunni. Áður var lífið sennilega ekki auðveldara en líklega voru færri hlutir í hversdeginum, með mikið vægi. Allt til að komast af. Allskonar þróun og framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og margt er breytt frá því sem var. Það er jafnvel oft erfitt að átta sig á breyttum veruleika, skilja og aðlagast. Samhliða breytingum læðist því gjarnan að okkur óttin við þær. ADHD er eitt af því sem er hluti af nútímanum en var ekki þekkt í gamla daga. Líkt og tækni nútímans sem við teljum raunverulega, líkt og annar heilsufarsvandi sem við teljum raunverulegan, er ADHD raunverulegt. Það er því í alvöru til fólk sem tekst á við tilveruna með ADHD. ADHD er stundum líkt við það að vera með magnara í heilanum þar sem skynjun, upplifanir, hugsanir, hegðunarviðbrögð, og tilfinningar eru oft á hærri skala en hjá öðrum. Það virðast líka vísbendingar um að allir þessir þættir séu í hærri skerpu sem getur komið fram í ofurfókus, ofurhugsunum, ofurviðbrögðum. Oft ofurhæfileikum. Við getum því kannski líkt ADHD taugakerfi við sportbíla sem eru snöggir upp í 100, með mikla snerpu, kraft og virkni. ADHD getur því verið mikill styrkleiki hjá fólki. Við hin getum dáðst að þessari hugrænu skerpu, virkni og litríku eiginleikum. Því flest erum við nefnilega ekki sportbílar. Það er þó meira krefjandi að fara hratt og búa yfir sprengikrafti. Það tekur meiri orku og allar aðstæður henta ekki. Það þarfnast líka mikillar þjálfunar að geta keyrt á ofurhraða og hættan við að fara út af er meiri en hjá þeim sem fer hægt. Þannig aukast líkur á meiðslum, slysum og ýmiskonar öðrum vanda sem getur fylgt. Að vera öðruvísi getur verið álag. Þegar vélin er öflug en nær ekki að njóta sín eða sýna styrkleika sína er hætta á að hún falli í skuggann og koðni niður. Afleiðingar þess að vera með ADHD taugakerfi geta verið margskonar og alvarlegar. Tíðni tilfinningavanda, sjálfsmyndarvanda, félagslegra áskorana, svefnvanda, líkamlegra veikinda, áfalla og álags í fjölskyldum hjá þessum sportbílum er há. Umræðan hérlendis um ADHD hefur verið nokkur síðustu ár. Mikið um lyf. Oft neikvæð. Við sem erum fagfólk og störfum með þessum litríku, en oft brotnu einstaklingum, erum stundum svekkt vegna neikvæðrar einhliða umræðu. Fordómanna sem þessi hópur og margir aðrir hópar með ósýnileg einkenni, verða fyrir. Við viljum blanda okkur í umræðuna og tala fyrir því að öll sjónarmið heyrist með áherslu á að vinna að lausnum. Það er sárt að horfa upp á aðgerðaleysi af ýmsum toga á sama tíma og við vitum hvað hægt er að gera. Í uppskriftabókum heilbrigðisstétta er skýrt hvaða innihaldsefni og aðferðir geta gagnast fólki með ADHD, hvaða aðstæður eru bestar, hvernig er best að læra á tilveruna með þessa krafta. Ein þessara bóka var endurútgefin og uppfærð af Embætti landlæknis árið 2023, og heitir Leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð ADHD. Önnur kom út fyrir nokkrum vikum á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og heitir Grænbók um stöðu ADHD mála á Íslandi. Innihaldsefnin sem gagnast fólki með ADHD eru margskonar og best ef þau blandast ágætlega saman. Aðferðirnar sem við beitum til að kenna, læra á og nota innihaldsefnin eru svo lykilatriði. Þetta er vel þekkt þegar við fylgjum uppskriftum almennt. Hérlendis stöndum við okkur ekki nógu vel í að fylgja þessum leiðbeiningum. Umræðan hefur mest verið um eitt innihaldsefni. Það er mikilvægt og skiptir oft miklu máli, lyfin. Önnur eru oft flóknari og fela það í sér að samfélagið aðlagist og taki tillit, að fólk með ADHD og aðstandendur þeirra, læri nýjar aðferðir til að takast á við þær áskoranir sem einkennunum fylgja. Þetta finnst flestum krefjandi. Aðgengi að viðtalsmeðferð sálfræðinga með sérþekkingu á ADHD og fylgiröskunum þess, er takmarkað vegna skorts á niðurgreiðslu þjónustunnar. Sú þjónusta er þó líklega með mun lægri verðmiða í stóra samhenginu, miðað við það að gera ekkert. Tilgangur þessara skrifa er að hvetja til uppbyggilegrar umræðu og að stjórnvöld, fagfólk og fólkið í samfélaginu okkar vinni saman að því að virkja leiðir til lausna. Mikilvægt er fyrir alla að geta fundið eigin styrkleika til sjálfshjálpar þegar þess þarf. Flestir vilja bjarga sér, fóta sig í lífinu, læra á áskoranirnar og viðhafa gagnleg bjargráð. Viðeigandi stuðningur og meðferð er lykilatriði í því samhengi. Hvort sem við erum með ADHD eða ekki. Öll með ADHD, greint, ógreint, börn, fullorðnir, fjölskyldur, fagfólk eða bara áhugasamir, -hjálpumst að við áskoranirnar svo styrkleikar þeirra sem eru með ADHD fái að njóta sín. Við munum svo í framhaldi uppskera skemmtilegri tilveru með þessum litríku sportbílum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, framkvæmdastjóri Heilsu-og sálfræðiþjónustunnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun