Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:15 Rasmus Höjlund skoraði síðast fyrir Manchester United um miðjan desember. Hann þarf svo nauðsynlega á marki að halda. AP/Miguel Oses Danski framherjinn Rasmus Höjlund hefur verið hreinlega fyrirmunað að koma boltanum í netið á nýju ári. Höjlund byrjaði á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en tókst ekki að skora. Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025 Enski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Þetta var nítján leikurinn í röð sem Höjlund tekst ekki að komast á blað. Hann skoraði síðast á móti Viktoria Plzen um miðjan desember. Hann skoraði þá tvennu í röðum Evrópudeildarleiknum í röð. Síðan eru liðnir 84 dagar og Höjlund er enn að bíða eftir næsta marki. Hann hefur nú spilað tólf deildarleiki, fjóra bikarleiki og þrjá Evrópuleiki í röð án þess að skora. Síðasta deildarmark Höjlund kom þannig á móti Nottingham Forest 7. desember á síðasta ári. Stuðningsmenn Manchester United eru eflaust orðnir mjög pirraðir á Dananum og það kom örugglega mörgum þeirra á óvart að lesa umfjöllun um og hrós til Danans eftir leikinn. Blaðamaður Daily Mail sá nefnilega ástæðu til að hrósa Dananum fyrir frammistöðuna í leiknum á Spáni. „Þetta var einn af mest lofandi leikjum hans í marga mánuði. Hann átti mörg flott hlaup í þessum leik. Ruben Amorim verður að finna leið til þess að hann, fá þetta frjálsræði sem hann fær í Evrópu, líka í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði blaðamaðurinn. Tölfræðin er þó ekki alveg að segja sömu sögu. Höjlund spilaði í níutíu mínútur í leiknum og skapaði vissulega þrjú færi fyrir liðsfélagana. Hann kom nítján sinnum við boltann þar af þrisvar í vítateig spænska liðsins. Hann átti samt ekki eitt einasta skot í þessum leik og var tvisvar dæmdur rangstæður. Höjlund tapaði líka sex af sjö samstuðum sem hann fór í þar af öllum þremur skallaeinvígunum. Rasmus Højlund has had a lot of stick the past couple of months - and most of it has been with reason - but I'm feeling sorry for him tonight.That's now NINETEEN games without a goal and it feels like his teammates have NO confidence in him. #MUFC pic.twitter.com/4yCP5sIOXn— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) March 6, 2025
Enski boltinn Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira