Cadillac verður með lið í formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:00 Cadillac hefur tekið þátt í öðrum akstursíþróttakeppnum eins og þeirri á Daytona International Speedway. Getty/ James Gilbert Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu. Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira