Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 8. mars 2025 07:00 Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun