Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar 8. mars 2025 14:30 Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? Þeir eru karlar á áttræðisaldri, einvaldar á heimavelli, ágirnast nágrannalönd og eru pólitískir ofbeldismenn. Putin og Jinping náðu alræðisvöldum um sama leyti, á árunum 2012-13, og á hvorugum þeirra er fararsnið. Og þótt Trump hafi komist til valda nokkrum árum síðar, virðist hann ætla að bæta það upp með enn einbeittari brotavilja. Ný heimsmynd Bandaríkin hafa haft bæði vilja og getu til að hafa forgöngu um reglur og stofnanir sem hafa mótað alþjóðasamskipti allt frá lokum seinni heimstyrjaldar, Og þótt á ýmsu hafi gengið þessi 80 ár, og ekki allt með friðsemd, hafa bandamenn þeirra getað reitt sig á stuðning þegar á hólminn var komið. En í hvaða liði ætlar Trump nú að spila? Nýlega var viðtal við Sir Alex Younger, fyrrverandi forstjóra bresku leyniþjónustunnar (MI6) á sjónvarpsttöðinni BBC. Hann taldi að við værum að stíga inn í nýtt tímabil þar sem framvinda heimssögunnar muni ekki ráðast af fjölþjóðareglum og -samkomum, heldur ráðabruggi fárra, sterkra leiðtoga. Bandaríkin hafi hvorki vilja né getu til að ráða ferðinni eins og áður. Margt er líkt með skyldum Þremenningarnir, Putin, Jinping og Trump, höfða allir til sögunnar, fornrar frægðar þjóða sinna og heita því að gera þær voldugar aftur, „great again“. Á leið sinni fram á við horfa þeir í baksýnisspegilinn. Rússneski draumurinn er gamla Sovétveldið. Í kínverska draumnum lifnar tími keisaraættanna, glæstur en týndur og þarf að finnast aftur. Og ameríski draumurinn er um almætti fyrstu áratuga eftirstríðsáranna. Putin telur sig hafa hefðarrétt á gömlum þjóðlendum Stóra Rússlands. Hann er í stríði í Úkraínu, í Hvíta Rússlandi ríkir leppur hans, Alexander Lukashenko og í Moldovu og Georgíu gegnsýra áróðursmenn hans alla umræðu. Jinping ógnar Taíwan daglega með herjum sínum og og segir innlimun eyjarinnar í Kína óumflýjanlega. Hann á í harðvítugum deilum við Filippseyinga um yfirráð á Suður-Kínahafi og hefur beitt hervaldi í þeim átökum. Og þótt sambúð hans við Víetnam á hafsvæðinu sé friðsamleg á yfirborðinu, er ljóst hver ræður ferðinni. Trump hefur blygðunarlaust lýst því yfir að hann telji Grænland og Panamaskurðinn á yfirráðasvæði Bandaríkjanna. Hann beitir efnahagslegu ofbeldi gegn nágrönnum sínum í Mexikó sem og Kanada, sem hann telur að ætti betur heima sem fylki hjá sér og kallar forsætisráðherrann, Justin Trudeau, iðulega fylkisstjóra.. Með framferði sínu hefur Trump stimplað kröfur Putins og Jinpings eðlilegar og lögmætar. Í hinni nýju heimsmynd þeirra kumpána munu reglur ekki ráða ferð, heldur aflsmunur. Nú er komið að Evrópu að standa sig Trump hefur tekist á tveimur vikum það sem Rússum tókst ekki á 75 árum; að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Hann svipti það trúverðugleikanum. Hver treystir varnarbandalagi, sem fellst á rök innrásarliðsins? Hver treystir slökkviliði, sem stýrt er af brennuvargi? Atlantshafsbandalagið er búið að vera, enda verður sjálft hafið ekki til eftir að Trump breytir nafninu og og kennir það við Ameríku, eins og hann gerði við Mexikóflóann. Evrópa mun ekki passa í hina nýju heimsmynd karlanna Trumps, Putins og Jinpings. Henni verður ekki stýrt af einum þorpara á pólitískum sterum. Þjóðir hennar búa yfir biturri reynslu slíkra stjórnarhátta og hafa fundið leiðir til friðsamlegra lausna ágreiningsmála sinna. Og nú er hún að sameinast um myndarlegt átak til að bera loks ábyrgð á eigin vörnum, undir forystu konu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og var yfirmaður skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun