Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 13:47 Leikmaður eins og Roy Keane var er akkúrat það sem Heimir Hallgrímsson vill í írska landsliðið sitt. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson var ekki í vafa þegar hann var spurður hvaða fyrrverandi eða núverandi fótboltamann, frá hvaða landi sem er, hann vildi helst fá í írska landsliðið sitt í fótbolta. Heimir og Carla Ward, þjálfari kvennalandslið Írlands, mættu í skemmtiþáttinn Late Late Show í írska sjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandinn, Patrick Kielty, spurði hvaða leikmenn þau vildu helst geta sett í sitt lið. „Við þurfum klárlega að fá einn Roy Keane aftur. Ég myndi ná í hann aftur,“ sagði Heimir. Heimir valdi Keane kannski til að skora einhver stig hjá Írum með því að velja írskan leikmann en einnig því Keane var á sínum tíma nákvæmlega sú týpa sem Heimir hefur áður kallað eftir að sjá í írska landsliðinu. Heimir sagðist nefnilega, á kvöldi með stuðningsmönnum írska landsliðsins í ágúst í fyrra, vilja leikmann í írska liðið sem væri meiri „óþokki“. „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar. Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann,“ sagði Heimir. Keane, sem var um árabil fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland en hann var í tveggja ára útlegð eftir ósættið mikla við þjálfarann Mick McCarthy fyrir HM 2002. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Heimir og Carla Ward, þjálfari kvennalandslið Írlands, mættu í skemmtiþáttinn Late Late Show í írska sjónvarpinu í gær. Þáttastjórnandinn, Patrick Kielty, spurði hvaða leikmenn þau vildu helst geta sett í sitt lið. „Við þurfum klárlega að fá einn Roy Keane aftur. Ég myndi ná í hann aftur,“ sagði Heimir. Heimir valdi Keane kannski til að skora einhver stig hjá Írum með því að velja írskan leikmann en einnig því Keane var á sínum tíma nákvæmlega sú týpa sem Heimir hefur áður kallað eftir að sjá í írska landsliðinu. Heimir sagðist nefnilega, á kvöldi með stuðningsmönnum írska landsliðsins í ágúst í fyrra, vilja leikmann í írska liðið sem væri meiri „óþokki“. „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar. Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann,“ sagði Heimir. Keane, sem var um árabil fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland en hann var í tveggja ára útlegð eftir ósættið mikla við þjálfarann Mick McCarthy fyrir HM 2002.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira