Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2025 20:06 Svavar G. Jónsson myndavélasafnari með meiru í Hafnarfirði á ótrúlega flott safn af myndavélum, sem eru til sýnis í sérstökum skápum á veitingastaðnum hans í Hafnarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem fólki dettur í hug þegar kemur að því að safna hlutum en gott dæmi um það er Hafnfirðingur, sem á vel yfir fimm hundruð filmu ljósmyndavélar. Elsta vélin er frá 1896 en uppáhalds myndavél safnarans er sú, sem hann fékk í fermingargjöf þegar hann var þrettán ára gamall. Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Á veitingastaðnum Ban Kúnn á Völlunum í Hafnarfirði, sem Svavar G. Jónsson á og rekur er hann með allar myndavélarnar sínar til sýnis í skápum en hann setti sýninguna upp á Safnanótt í Hafnarfirði í síðasta mánuði. Það sem meira er, Svavar er með sérstaka möppu þar sem hægt er að lesa sig til hverja einustu myndavél, sem hann á. En hvað eru myndavélarnar margar? „525 stykki, þær voru 523 þegar ég opnaði sýninguna en svo bættust tvær við. Fólk er að koma með vélar til mín. Ég segi að þetta sé öldrunarstofnun fyrir myndavélar,” segir Svavar hlæjandi. Hvaðan hefur þú fengið allar þessar myndavélar? „Kúninn hefur verið ansi duglegur að hjálpa mér við þetta. Ég hef náttúrulega keypt eitthvað en byrjaði snemma að safna eða 13 ára gamall,” segir hann. Svavar segist hafa tekið myndir af öllu mögulegu í gegnum árin en hann missti svolítið áhugann þegar digital myndavélarnar komu á markað en hann tekur þó fram að enn sé verið að taka myndir á filmuvélar og það sé að aukast ef eitthvað er. Eigum við að halda upp á svona gamla muni eða hvað? „Já, ekki spurning, þetta er reyndar ekki það eina, sem ég safna af gömlu en þetta er mitt aðalsafn, aðaláhugamálið”, segir Svavar. Uppáhalds myndavél Svavar er vél, sem hann keypti þegar hann var 13 ára gamall. Vélin er í fullkomnu lagi og stefni Svavar á að vera duglegur að taka myndir á hana í sumar. Svo er önnu vél í miklu uppáhaldi hjá honum en sú vél er frá 1896, mjög sjaldgæf vél. Hér er Svavar að smella mynd á uppáhalds myndavélina sína, sem hann keypti 13 ára gamall.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svavar segist þiggja fleiri gamlar myndavélar ef einhverjir eiga í skúffunni eða geymslunni hjá sér en þá er best að koma með þær á Ban Kúnn veitingastaðinn hans á Völlunum í Hafnarfirði, sem er í sama húsnæði og Bónus. Allar myndavélarnar eru til sýnis á veitingastað Svavars í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Söfn Ljósmyndun Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira