Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2025 23:01 Guðmundur Rúnar í nýju byggingunni. Mynd/Stefán Ingvarsson Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. „Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45