Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. mars 2025 11:30 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um launamál formannsins, sem byggði á svörum þeirra til fjölmiðla. Sambandið harmar að hafa sent frá sér rangar upplýsingar um kjör stjórnarmanna. Fram kom að laun formannsins hefðu hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum, og á sama tíma hefðu litlar breytingar orðið á störfum hans. Verkalýðsleiðtogar fordæmdu launahækkunina og sögðu ekki hægt að réttlæta hana með neinu móti. Fréttastofu tókst ekki að ná í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, borgarstjóra og formann Sambandsins í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Launin hærri 2023 en áður hefur komið fram Í yfirlýsingu Sambandsins kemur fram að laun formannsins hafi verið mun hærri árið 2023 en áður hefur komið fram. Í upphaflegu svari Sambandsins hafi staðið að launin hefðu verið 285.087 á mánuði, en í þeirri tölu hefði fast yfirvinnukaup ekki verið tekið með í myndina. Mánaðarlegar yfirvinnugreiðslur vegna aukinna verkefna og fundarhalda hafi numið 296.080 krónum á mánuði árið 2023, og heildarlaun formannsins því 581.167 krónur á mánuði. Launaþróun formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér má sjá að heildarlaun formannsins hafa hækkað frá 581.167 krónum í 868.671 á mánuði. Akstursgreiðslurnar bættust við árið 2024. Hækkunin nemur því aðeins tæpum fimmtíu prósentum, ekki hundrað og sjötíu eins og áður kom fram.Samband íslenskra sveitarfélaga Í yfirlýsingunni segir breytingar hafi tekið gildi á launakerfi formannsins árið 2024. Fyrir breytingarnar hafi formaður fengið tvöföld laun fyrir stjórnarsetu auk yfirvinnugreiðslna, sem hafi verið að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Frá og með árinu 2024 sé engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi formannsins. Yfirvinnugreiðslurnar hafi ekki verið teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega. Þá segir að mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum Sambandsins undanfarin ár. Áður hafi um 10 - 11 fundir verið haldnir á ári, en árið 2023 hafi þeir verið 24, og gert sé ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26. „Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga.“ Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandinu í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um launamál formannsins, sem byggði á svörum þeirra til fjölmiðla. Sambandið harmar að hafa sent frá sér rangar upplýsingar um kjör stjórnarmanna. Fram kom að laun formannsins hefðu hækkað um 170 prósent á einungis tveimur árum, og á sama tíma hefðu litlar breytingar orðið á störfum hans. Verkalýðsleiðtogar fordæmdu launahækkunina og sögðu ekki hægt að réttlæta hana með neinu móti. Fréttastofu tókst ekki að ná í Heiðu Björgu Hilmarsdóttur, borgarstjóra og formann Sambandsins í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Launin hærri 2023 en áður hefur komið fram Í yfirlýsingu Sambandsins kemur fram að laun formannsins hafi verið mun hærri árið 2023 en áður hefur komið fram. Í upphaflegu svari Sambandsins hafi staðið að launin hefðu verið 285.087 á mánuði, en í þeirri tölu hefði fast yfirvinnukaup ekki verið tekið með í myndina. Mánaðarlegar yfirvinnugreiðslur vegna aukinna verkefna og fundarhalda hafi numið 296.080 krónum á mánuði árið 2023, og heildarlaun formannsins því 581.167 krónur á mánuði. Launaþróun formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hér má sjá að heildarlaun formannsins hafa hækkað frá 581.167 krónum í 868.671 á mánuði. Akstursgreiðslurnar bættust við árið 2024. Hækkunin nemur því aðeins tæpum fimmtíu prósentum, ekki hundrað og sjötíu eins og áður kom fram.Samband íslenskra sveitarfélaga Í yfirlýsingunni segir breytingar hafi tekið gildi á launakerfi formannsins árið 2024. Fyrir breytingarnar hafi formaður fengið tvöföld laun fyrir stjórnarsetu auk yfirvinnugreiðslna, sem hafi verið að jafnaði 40 yfirvinnutímar á mánuði. Frá og með árinu 2024 sé engin yfirvinna greidd fyrir aukavinnu eða aukafundi formannsins. Yfirvinnugreiðslurnar hafi ekki verið teknar saman í þær tölur sem Sambandið sendi frá sér upphaflega. Þá segir að mikil aukning hafi orðið í fundarhöldum Sambandsins undanfarin ár. Áður hafi um 10 - 11 fundir verið haldnir á ári, en árið 2023 hafi þeir verið 24, og gert sé ráð fyrir að fundir á árinu 2025 verði um 26. „Til viðbótar við stjórnarfundi fundar formaður reglulega með starfsfólki Sambandsins, sem og með bæjarstjórum og fulltrúum sveitarfélaga um land allt. Formaður situr einnig einnig fjöldan allan af ráðstefnum þar sem flutt eru ávörp í nafni Sambandsins. Að auki á formaður sæti í Þjóðhagsráði og Samstarfsráði ríkis og sveitarfélaga, þar sem unnið er að stefnumálum sveitarfélaga.“
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira