Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 14:56 Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu. Fyrir handan hornið er núna risaeinvígi við Lyon í þeirri keppni. AFP/Adrian Dennis Eftir að hafa aldrei á sínum ferli misst af deildarleik vegna meiðsla þá var fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir ekki með Bayern München í dag þegar liðið mætti Köln í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Glódís hefur á sínum atvinnumannaferli síðastliðinn áratug alltaf, eða því sem næst, verið til taks fyrir sitt félags- og landslið og spilað svo gott sem hverja einustu mínútu. Frá því í desember 2021 hefur hún spilað alla deildarleiki Bayern, og nánast alla frá upphafi til enda, fyrir utan þegar hún fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í september og missti þá af einum leik vegna leikbanns. Svo merkilega vill til að sá leikur, líkt og leikurinn í dag, var gegn Köln. Óþægindi í hné Glódís segist í samtali við Vísi vera að glíma við óþægindi í hné en reiknar með því að verða mögulega klár í slaginn í komandi stórleikjum Bayern sem mætir Wolfsburg 14. mas og svo Lyon í Meistaradeild Evrópu 18. mars. Fjarvera Glódísar kom ekki að sök í dag því Bayern vann 3-0 sigur og er nú með þriggja stiga forskot á Frankfurt og Wolfsburg á toppi deildarinnar, eftir sextán umferðir. Afar sárt tap hjá Cecilíu í Róm Samherji Glódísar í íslenska landsliðinu, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, stóð í marki Inter í dag í 2-1 tapi á útivelli gegn Roma þar sem sigurmark heimakvenna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Lucia Di Guglielmo skoraði sigurmarkið eftir að Manuela Giugliano hafði jafnað metin úr vítaspyrnu á 68. mínútu en Tessa Wullaert kom Inter yfir á 6. mínútu. Með sigrinum komst Roma upp að hlið Inter í 2.-3. sæti en Inter á þó leik til góða. Juventus er efst í deildinni með 48 stig og á leik við AC Milan í dag. Þýski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Glódís hefur á sínum atvinnumannaferli síðastliðinn áratug alltaf, eða því sem næst, verið til taks fyrir sitt félags- og landslið og spilað svo gott sem hverja einustu mínútu. Frá því í desember 2021 hefur hún spilað alla deildarleiki Bayern, og nánast alla frá upphafi til enda, fyrir utan þegar hún fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í september og missti þá af einum leik vegna leikbanns. Svo merkilega vill til að sá leikur, líkt og leikurinn í dag, var gegn Köln. Óþægindi í hné Glódís segist í samtali við Vísi vera að glíma við óþægindi í hné en reiknar með því að verða mögulega klár í slaginn í komandi stórleikjum Bayern sem mætir Wolfsburg 14. mas og svo Lyon í Meistaradeild Evrópu 18. mars. Fjarvera Glódísar kom ekki að sök í dag því Bayern vann 3-0 sigur og er nú með þriggja stiga forskot á Frankfurt og Wolfsburg á toppi deildarinnar, eftir sextán umferðir. Afar sárt tap hjá Cecilíu í Róm Samherji Glódísar í íslenska landsliðinu, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, stóð í marki Inter í dag í 2-1 tapi á útivelli gegn Roma þar sem sigurmark heimakvenna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Lucia Di Guglielmo skoraði sigurmarkið eftir að Manuela Giugliano hafði jafnað metin úr vítaspyrnu á 68. mínútu en Tessa Wullaert kom Inter yfir á 6. mínútu. Með sigrinum komst Roma upp að hlið Inter í 2.-3. sæti en Inter á þó leik til góða. Juventus er efst í deildinni með 48 stig og á leik við AC Milan í dag.
Þýski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira