Fótbolti

Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Andri og félagar í Norrköping eru komnir í undanúrslit.
Ísak Andri og félagar í Norrköping eru komnir í undanúrslit. Norrköping

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði þriðja mark Norrköping sem lagði Trelleborg 3-1 í sænsku bikarkeppni karla í knattspyrnu.

Ísak Andri spilaði allan leikinn á vinstri vængnum hjá Norrköping. Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliðinu en hann var tekinn af velli á 106. mínútu en framlengja þurfti leikinn þar sem staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma.

Mark Ísaks Andra kom á 100. mínútu leiksins og gulltryggði sigur heimamanna sem eru nú komnir í undanúrslit bikarkeppninnar. Þar bíður BK Häcken eftir Íslendingaliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×