Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur leikið einstaklega vel með Inter á tímabilinu. getty/Andrea Staccioli Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæran leik þegar Inter sótti meistara Roma heim í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Cecilía varði og varði en Inter varð að játa sig sigrað. Roma vann 2-1 sigur. Þetta var þriðji leikur Inter og Roma á tímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október þar sem Cecilía átti stórleik. Inter sigraði svo Roma, 1-2, 12. janúar. Inter náði forystunni í leiknum í Róm í gær þegar Tessa Wullaert skoraði strax á 6. mínútu. Við tók stórsókn Roma. Rómverjar áttu hvert skotið á fætur öðru en Cecilía var heldur betur vandanum vaxin og varði oft vel. Alls átti Roma 29 skot í leiknum, þar af níu á markið. Heimakonur komu boltanum loks framhjá Cecilíu þegar Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Lucia Di Guglielmo svo Roma stigin þrjú. Hún skoraði þá eftir að Cecilía varði skot frá Giugliano, þeirri sömu og skoraði fyrra mark Roma. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=m_JYSpIB5vQ">watch on YouTube</a> Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Juventus en á leik til góða. Nýbúið er að tvískipta deildinni. Sex efstu liðin mætast innbyrðis og sex neðstu. Inter hefur aðeins fengið á sig sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur, fæst allra. Cecilía hefur leikið sautján af nítján deildarleikjum Inter og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Cecilía kom til Inter fyrir tímabilið á láni frá Bayern München. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter og Roma á tímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október þar sem Cecilía átti stórleik. Inter sigraði svo Roma, 1-2, 12. janúar. Inter náði forystunni í leiknum í Róm í gær þegar Tessa Wullaert skoraði strax á 6. mínútu. Við tók stórsókn Roma. Rómverjar áttu hvert skotið á fætur öðru en Cecilía var heldur betur vandanum vaxin og varði oft vel. Alls átti Roma 29 skot í leiknum, þar af níu á markið. Heimakonur komu boltanum loks framhjá Cecilíu þegar Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Lucia Di Guglielmo svo Roma stigin þrjú. Hún skoraði þá eftir að Cecilía varði skot frá Giugliano, þeirri sömu og skoraði fyrra mark Roma. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=m_JYSpIB5vQ">watch on YouTube</a> Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Juventus en á leik til góða. Nýbúið er að tvískipta deildinni. Sex efstu liðin mætast innbyrðis og sex neðstu. Inter hefur aðeins fengið á sig sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur, fæst allra. Cecilía hefur leikið sautján af nítján deildarleikjum Inter og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Cecilía kom til Inter fyrir tímabilið á láni frá Bayern München.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira