„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 20:55 Sanna Magdalena er forseti borgarstjórnar og einn af oddvitum borgarstjórnarmeirihlutans. Vísir/Vilhelm Forseti borgarstjórnar segir það ekki sitt að svara fyrir það hvort borgarstjóri sitji áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en borgarstjóri fær fyrir formennskuna tæpar 900 þúsund krónur á mánuði. Skoða þurfi launamun milli hæst og lægst launuðu starfsmanna borgarinnar, en það verði ekki gert á þessu kjörtímabili. Nokkur umræða hefur spunnist um laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra að undanförnu. Heiða er með um 3,8 milljónir í mánaðarlaun. Þar af eru 870 þúsund krónur á mánuði fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Heiða hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni veita stjórn sambandsins áfram formennsku eftir að hafa nú tekið við embætti borgarstjóra. Verkalýðsforkólfar hafa gagnrýnt há laun Heiðu. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann skefur ekki af hlutunum og segir „helvíti vel í lagt“ að borgarstjóri sé með tæpar fjórar milljónir á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt „brjálæðislegt“ að sjá laun borgarstjóra, sem séu sexföld á við laun launalægstu kvenna sem starfi hjá borginni. Á sömu launum frá borginni og Einar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Sósíalistaflokksins, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar benti hún á að laun fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga væru ekki ákveðin á vettvangi borgarinnar. „Í raun er borgarstjóri þá núna með sömu laun og fráfarandi borgarstjóri,“ sagði Sanna, og vísaði þar til Einars Þorsteinssonar. Það sé ekkert leyndarmál að hún og Sósíalistar hafi haft skoðanir á launamálum kjörinna fulltrúa í gegnum tíðina, og talað fyrir heildstæðri skoðun á launamálum hjá hinu opinbera, og á stórum vinnustöðum á borð við Reykjavík. „Hvort það sé hægt að setja fram einhver viðmið um hvað teljist eðlilegur munur milli hæstu og lægstu launa. Það er eitthvað sem er ekki að fara að gerast núna á þeim fjórtán mánuðum sem eftir eru af kjörtímabilinu. Þetta er auðvitað bara verkefni Sósíalista og langtímaverkefni, en ég tel að það þurfi að fara fram umræða um slíkt,“ segir Sanna. Hún segir það hafa verið sína upplifun, þegar hún tók sæti í borgarstjórn, að launin væru há. Því hafi hún ákveðið að gefa hundrað þúsund krónur af launum sínum í hverjum mánuði. „Mér finnst eðlilegt að endurskoða það í ljósi launabreytinga sem eru að koma,“ sagði Sanna. Heiða verði að meta framhaldið Sanna var spurð hvort borgarstjórastarfið væri ekki full vinna, en svaraði því til að hún hefði aldrei verið borgarstjóri. „Það verður bara að vera borgarstjóra að meta hvernig næstu skref verða.“ En ef hann sinnir [öðrum] störfum á þeim tíma sem hann á að vera í vinnu hjá borginni? „Ég myndi halda, við erum í raun alltaf í vinnunni. Það er bara þannig, allavega svo ég tali fyrir mitt leyti. En svo veit ég ekki hvernig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarstjóri sér fyrir sér að halda áfram. Það verður bara að vera hennar að útskýra það og svara fyrir það. Ég hef ekki einu sinni setið í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig vinnan fer þar fram.“ Vill ekki sjá Sjálfstæðismenn í meirihluta Sanna var einnig spurð hvað hvort hún hefði skoðun á því hvort Heiða ætti að sinna öðrum störfum, samhliða setu á borgarstjórnarstóli. „Eins og ég segi, mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir. Mér finnst það ekki,“ sagði Sanna. Hún sagði þó athyglisvert að skoða stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og velta fyrir sér hvernig sú stjórn yrði samsett, færi svo að Heiða færi úr stjórn. „Af því að þetta eru allt fulltrúar frá ólíkum flokkum. Persónulega myndi ég ekki vilja sjá meirihluta Sjálfstæðismanna þar, og velti fyrir mér hvort það sé inni í myndinni, ef það verða breytingar á stjórninni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu sambandsins sitja tíu í stjórninni, þar af fimm á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þó er eitt sæti autt, í Suðvesturkjördæmi. Það er vegna þess að Guðmundur Ari Sigurjónsson, áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi en nú alþingismaður, sagði sig úr stjórninni þegar hann náði kjöri á þing. Viðtalið við Sönnu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. 8. mars 2025 15:01 „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra að undanförnu. Heiða er með um 3,8 milljónir í mánaðarlaun. Þar af eru 870 þúsund krónur á mánuði fyrir formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Heiða hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni veita stjórn sambandsins áfram formennsku eftir að hafa nú tekið við embætti borgarstjóra. Verkalýðsforkólfar hafa gagnrýnt há laun Heiðu. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann skefur ekki af hlutunum og segir „helvíti vel í lagt“ að borgarstjóri sé með tæpar fjórar milljónir á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt „brjálæðislegt“ að sjá laun borgarstjóra, sem séu sexföld á við laun launalægstu kvenna sem starfi hjá borginni. Á sömu launum frá borginni og Einar Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Sósíalistaflokksins, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Þar benti hún á að laun fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga væru ekki ákveðin á vettvangi borgarinnar. „Í raun er borgarstjóri þá núna með sömu laun og fráfarandi borgarstjóri,“ sagði Sanna, og vísaði þar til Einars Þorsteinssonar. Það sé ekkert leyndarmál að hún og Sósíalistar hafi haft skoðanir á launamálum kjörinna fulltrúa í gegnum tíðina, og talað fyrir heildstæðri skoðun á launamálum hjá hinu opinbera, og á stórum vinnustöðum á borð við Reykjavík. „Hvort það sé hægt að setja fram einhver viðmið um hvað teljist eðlilegur munur milli hæstu og lægstu launa. Það er eitthvað sem er ekki að fara að gerast núna á þeim fjórtán mánuðum sem eftir eru af kjörtímabilinu. Þetta er auðvitað bara verkefni Sósíalista og langtímaverkefni, en ég tel að það þurfi að fara fram umræða um slíkt,“ segir Sanna. Hún segir það hafa verið sína upplifun, þegar hún tók sæti í borgarstjórn, að launin væru há. Því hafi hún ákveðið að gefa hundrað þúsund krónur af launum sínum í hverjum mánuði. „Mér finnst eðlilegt að endurskoða það í ljósi launabreytinga sem eru að koma,“ sagði Sanna. Heiða verði að meta framhaldið Sanna var spurð hvort borgarstjórastarfið væri ekki full vinna, en svaraði því til að hún hefði aldrei verið borgarstjóri. „Það verður bara að vera borgarstjóra að meta hvernig næstu skref verða.“ En ef hann sinnir [öðrum] störfum á þeim tíma sem hann á að vera í vinnu hjá borginni? „Ég myndi halda, við erum í raun alltaf í vinnunni. Það er bara þannig, allavega svo ég tali fyrir mitt leyti. En svo veit ég ekki hvernig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarstjóri sér fyrir sér að halda áfram. Það verður bara að vera hennar að útskýra það og svara fyrir það. Ég hef ekki einu sinni setið í Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þannig að ég veit ekki einu sinni hvernig vinnan fer þar fram.“ Vill ekki sjá Sjálfstæðismenn í meirihluta Sanna var einnig spurð hvað hvort hún hefði skoðun á því hvort Heiða ætti að sinna öðrum störfum, samhliða setu á borgarstjórnarstóli. „Eins og ég segi, mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir. Mér finnst það ekki,“ sagði Sanna. Hún sagði þó athyglisvert að skoða stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og velta fyrir sér hvernig sú stjórn yrði samsett, færi svo að Heiða færi úr stjórn. „Af því að þetta eru allt fulltrúar frá ólíkum flokkum. Persónulega myndi ég ekki vilja sjá meirihluta Sjálfstæðismanna þar, og velti fyrir mér hvort það sé inni í myndinni, ef það verða breytingar á stjórninni.“ Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu sambandsins sitja tíu í stjórninni, þar af fimm á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þó er eitt sæti autt, í Suðvesturkjördæmi. Það er vegna þess að Guðmundur Ari Sigurjónsson, áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi en nú alþingismaður, sagði sig úr stjórninni þegar hann náði kjöri á þing. Viðtalið við Sönnu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjaramál Reykjavík Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. 8. mars 2025 15:01 „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023. 8. mars 2025 15:01
„Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Formaður Eflingar segir borgarstjóra vera með sexföld laun láglaunakvenna hjá borginni. Opinber yfirstétt virðist hafa meiri áhuga á að greiða sér „brjálæðislega há laun“ en að vinna að stöðugleika. Hið opinbera hafi tekið upp nýja launastefnu með kjarasamningi við kennara sem Efling ætli sér að miða við í viðræðum. 6. mars 2025 09:46