Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 12:32 Þorfinnur og Ástrós lifa lífinu saman en í sitthvorri borginni. Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira