Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 14:50 Elon Musk, auðugasti maður heims og eigandi X. AFP/Alain Jocard Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar. Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar.
Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent