Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 14:50 Elon Musk, auðugasti maður heims og eigandi X. AFP/Alain Jocard Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar. Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar.
Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent