Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 15:40 Aðgerðir lögreglu beindust meðal annars að Þorlákshöfn. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést. Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins sé á frumstigum og málið sé rannsakað sem manndráp. Fimm séu í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vegna rannsóknarhagsmuna er að svo stöddu ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið.“ Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvik málsins áttu sér stað en Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að sérsveitin hefði verið send á vettvang í Þorlákshöfn en vísaði að öðru leyti á Lögregluna á Suðurlandi. Ekki hefur fengist staðfest hvar maðurinn lést. Jón Gunnar Þórhallsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald fyrir þeim fimm sem voru handteknir. Enn sé verið að ná utan um atvik málsins. Lögregla hefur heimild til þess að halda mönnum í sólarhring án þess að gæsluvarðhaldsúrskurður liggi fyrir. Að öðru leyti kveðst hann ekkert geta tjáð sig frekar um málið umfram það sem kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt heimildum fréttastofu stöðvaði lögregla ökumenn á leið til og frá Þorlákshöfn í Þrengslum á þriðja tímanum í nótt. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að maðurinn hefði látist í Þorlákshöfn. Það hefur ekki fengist staðfest hvar í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi maðurinn lést.
Lögreglumál Ölfus Manndráp í Gufunesi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira