Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 07:00 Daryl Clemmons vildi sjá meira af stráknum sínum inn á vellinum og missti algjörlega stjórn á skapi sínu. @projectfootballer Faðir frá Missouri fylki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur sekur fyrir að skjóta unglingaliðsþjálfara sonar síns mörgum sinnum. Þjálfarinn lifði af en pabbinn er á leið í fangelsi. Maðurinn heitir Daryl Clemmons og er 45 ára gamall. Hann skaut þjálfarann alls fimm sinnum. Sonur hans lék amerískan fótbolta fyrir hinn 34 ára gamla þjálfara Shaquille Latimore sem sjálfur er fimm barna faðir og var þjálfa liðið í sjálfboðavinnu. Skotárásin varð nálægt æfingasvæði liðsins og fyrir framan níu og tíu ára gamla stráka sem voru að leika sér í nágrenninu. Clemmons og Latimore voru báðir vopnaðir þegar þeir byrjuðu að rífast yfir spilatíma drengsins. Faðir leikmannsins taldi son sinn fá of lítið að spila og taldi að hann ætti að vera í byrjunarliðinu. Þjálfarinn var ekki sammála því og stóð fastur á sínu. Latimore lét þá vin sinn fá byssuna sína og sagði föðurnum að hann væri til í slag. Pabbinn var ekki alveg á því. Hann þorði ekki í hnefabardaga og tók frekar upp byssuna. „Ég sá ekki byssuna hans fyrr en of seint,“ sagði Latimore í viðtali við St. Louis Post en NY Post segir frá. „Ég hljóp í burtu en hann skaut mig í bakið. Svo kom hann til mín og skaut mig nokkrum sinnum til viðbótar,“ sagði Latimore. Hann hefur sem betur fer náð sér af skotsárunum. „Eftir að hann skaut mig þá sagði hann: Ég sagði þér að ég myndi skjóta þig í rassinn,“ sagði Latimore. Faðirinn flúði í framhaldinu en var handtekinn seinna um kvöldið. Clemmons hefur eins og áður verið dæmdur sekur en það á eftir að úrskurða um refsinguna. Það kemur í ljós seinna í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Project Footballer (@projectfootballer) Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Maðurinn heitir Daryl Clemmons og er 45 ára gamall. Hann skaut þjálfarann alls fimm sinnum. Sonur hans lék amerískan fótbolta fyrir hinn 34 ára gamla þjálfara Shaquille Latimore sem sjálfur er fimm barna faðir og var þjálfa liðið í sjálfboðavinnu. Skotárásin varð nálægt æfingasvæði liðsins og fyrir framan níu og tíu ára gamla stráka sem voru að leika sér í nágrenninu. Clemmons og Latimore voru báðir vopnaðir þegar þeir byrjuðu að rífast yfir spilatíma drengsins. Faðir leikmannsins taldi son sinn fá of lítið að spila og taldi að hann ætti að vera í byrjunarliðinu. Þjálfarinn var ekki sammála því og stóð fastur á sínu. Latimore lét þá vin sinn fá byssuna sína og sagði föðurnum að hann væri til í slag. Pabbinn var ekki alveg á því. Hann þorði ekki í hnefabardaga og tók frekar upp byssuna. „Ég sá ekki byssuna hans fyrr en of seint,“ sagði Latimore í viðtali við St. Louis Post en NY Post segir frá. „Ég hljóp í burtu en hann skaut mig í bakið. Svo kom hann til mín og skaut mig nokkrum sinnum til viðbótar,“ sagði Latimore. Hann hefur sem betur fer náð sér af skotsárunum. „Eftir að hann skaut mig þá sagði hann: Ég sagði þér að ég myndi skjóta þig í rassinn,“ sagði Latimore. Faðirinn flúði í framhaldinu en var handtekinn seinna um kvöldið. Clemmons hefur eins og áður verið dæmdur sekur en það á eftir að úrskurða um refsinguna. Það kemur í ljós seinna í vikunni. View this post on Instagram A post shared by Project Footballer (@projectfootballer)
Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira