Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 22:11 Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningu um ofnotkun svefnlyfja var ýtt úr vör, og ræddi þar ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra. Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum. Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Vefsíðan sem um ræðir er sofðuvel.is, en samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins er síðan nýr upplýsinga- og fræðsluvefur átaks til vitundarvakningar um skaðsemi svefnlyfja. Sagt er að ætlunin sé að leiðbeina fólki hvernig það geti bætt svefn sinn án lyfja. „Alma D. Möller heilbrigðisráðherra var meðal gesta þegar vitundarvakningunni var ýtt úr vör og ræddi þar um ýmsar skuggahliðar svefnlyfjanotkunar, ekki síst þegar eldra fólk á í hlut. Hún fagnar vitundarvakningunni og leggur áherslu á að til séu öruggari og betri lausnir við svefnvanda en lyf.“ Notkun svefnlyfja varasöm fyrir eldra fólk Fram kemur að átakið sé sambærilegt átaki sem ráðist var í í Kanada með góðum árangri. Íslenska átakið hafi verið þróað af Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessors í Kaupmannahafnarháskóla í nánu samstarfi við Landssamband eldri borgara, ásamt fjölda aðila í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Anna Birna var til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi við þáttastjórnendur um svefn. Í ávarpi sínu sagði Alma að flestir glími við vandamál tengd svefni einhvern tíma á lífsleiðinni. Margir leiti bót á vandanum með töku svefnlyfja, en það sé hvorki örugg né áhrifarík langtímalausn. „Veruleg hætta sé á að fólk festist í þeim vítahring að telja sig ekki geta án lyfjanna verið og verði háð þeim, því þau eru ávanabindandi Þetta sé alvarlegt, því skaðsemi svefnlyfja er mikil.“ Svefnlyf geti aukið líkur á byltum og beinbrotum, þau skerði jafnvægi, einbeitingu og minni, geti aukið hættu á heilabilun og lungnabólgu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hvetur fólk til að kynna sér vefinn sofðuvel, þar sem finna má vandaðar gagnreyndar upplýsingar um leiðir til að endurheimta gæðasvefn og hætta á svefnlyfjum.
Svefn Lyf Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Eldri borgarar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. 23. febrúar 2025 22:32