Þetta segir í flöggun Sýnar til Kauphallar en viðskipti LIVE voru tilkynningarskyld þar sem sjóðurinn fór undir fimm prósenta eignarhlut.
Rétt fyrir opnun markaða í gærmorgun var tilkynnt um 504 milljóna króna viðskipti með bréf í Sýn. Þá voru 22,5 milljónir hluta keyptar á genginu 22,40 krónur. Það gerir um 9,04 prósent hluta í félaginu.
Hlutabréfaverð Sýnar hafði hækkað hressilega þegar mörkuðum var lokað síðdegis í gær, um ríflega sex prósent. Sýn var eina félagið sem hækkaði í Kauphöllinni í gær. Nú þegar markaðir hafa varið opnir í hálftíma hefur gengi félagsins hækkað um rúmlega fimm prósent, þó í viðskiptum upp á aðeins 20 milljónir króna.
Vísir reyndi ítrekað að ná sambandi við Guðmund Þ. Þórhallsson, framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í gær, án árangurs.
Vísir er í eigu Sýnar.