Orri nýr fyrirliði Íslands Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:24 Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/Hulda Margrét Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06