Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 17:18 Guðni hóf störf sem prófessor við Háskóla Íslands eftir að hann lauk embættissetu sinni sem forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Rektor Háskóla Íslands hefur ákveðið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs, að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verði prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar við háskólann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, þar sem segir að Guðni taki við starfinu þann 1. júlí. Starfið byggi á grunni þingsályktunartillögu frá Alþingi árið 2011, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar og aldarafmæli Háskóla Íslands, en meðal lykilverkefna prófessorsins er að standa að árlegum ráðstefnum og námskeiðum í sumarháskóla á Hrafnseyri. „Mér þykir vænt um að taka við þessu merka prófessorsstarfi og vonast til að geta haldið áfram því góða starfi sem Guðmundur Hálfdanarson hefur sinnt. Ég hlakka til samstarfs við heimafólk vestra, ekki síst á vettvangi Háskólaseturs Vestfjarða,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni í fréttatilkynningu. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur gegnt starfinu frá 1. apríl 2012. Í tilkynningu segir að á síðustu þrettán árum hafi hann komið að og styrkt ýmis verkefni í samstarfi við stofnanir og einstaklinga á Vestfjörðum, svo sem fornleifarannsóknir og sumarnámskeið á Hrafnseyri, ráðstefnur á Ísafirði, m.a. í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, og starfsemi Tungumálatöfra á Ísafirði. „Það er afar mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá fyrrverandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, til að taka að sér þetta hlutverk enda býr hann yfir einstakri þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þessu starfi, ekki síst með tilliti til starfseminnar á Vestfjörðum. Ég vil jafnframt þakka Guðmundi Hálfdanarsyni fyrir hans frábæra starf á undanförnum árum sem Jóns Sigurðssonar prófessor,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ í fréttatilkynningu. Háskólar Forseti Íslands Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, þar sem segir að Guðni taki við starfinu þann 1. júlí. Starfið byggi á grunni þingsályktunartillögu frá Alþingi árið 2011, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar og aldarafmæli Háskóla Íslands, en meðal lykilverkefna prófessorsins er að standa að árlegum ráðstefnum og námskeiðum í sumarháskóla á Hrafnseyri. „Mér þykir vænt um að taka við þessu merka prófessorsstarfi og vonast til að geta haldið áfram því góða starfi sem Guðmundur Hálfdanarson hefur sinnt. Ég hlakka til samstarfs við heimafólk vestra, ekki síst á vettvangi Háskólaseturs Vestfjarða,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni í fréttatilkynningu. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur gegnt starfinu frá 1. apríl 2012. Í tilkynningu segir að á síðustu þrettán árum hafi hann komið að og styrkt ýmis verkefni í samstarfi við stofnanir og einstaklinga á Vestfjörðum, svo sem fornleifarannsóknir og sumarnámskeið á Hrafnseyri, ráðstefnur á Ísafirði, m.a. í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, og starfsemi Tungumálatöfra á Ísafirði. „Það er afar mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá fyrrverandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, til að taka að sér þetta hlutverk enda býr hann yfir einstakri þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þessu starfi, ekki síst með tilliti til starfseminnar á Vestfjörðum. Ég vil jafnframt þakka Guðmundi Hálfdanarsyni fyrir hans frábæra starf á undanförnum árum sem Jóns Sigurðssonar prófessor,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ í fréttatilkynningu.
Háskólar Forseti Íslands Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira