„Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. mars 2025 19:01 Kristján Örn Kristjánsson átti góðan leik fyrir Ísland eftir langa fjarveru frá íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn Grikkjum í undankeppni EM 2026 í dag. Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Sjá meira
Kristján hefur ekki verið hluti af íslenska liðinu undanfarna mánuði, en minnti hressilega á sig í leik dagsins. Hann var markahæsti leikmaður íslenska liðsins ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni. Kristján segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur. „Það er bara frábært. Þetta eru búnir að vera 13-14 mánuðir síðan ég var með strákunum síðast og þetta er búið að vera frekar langt bataferli hjá mér með öxlina. en eins og sást kannski í dag þá er hún orðin fantagóð,“ sagði Kristján í viðtali við RÚV í leikslok. „Það er bara gott að vera kominn til baka og sýna fólkinu hvað ég get,“ bætti Kristján við. Kristján segir einnig að það hafi verið mikilvægt að taka stjórnina snemma í leik dagsins í ljósi þess hversu marga leikmenn vantar í íslenska liðið. „Það vantar rosa marga sem ég hef verið að spila með undanfarið og það er bara skiljanlegt að við erum ekki eins samstilltir í leiknum eins og við gætum verið. Mér fannst við átt að geta verið fimmtán yfir í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik erum við að klikka aðeins á hraðaupphlaupum og þess háttar. Ég held að það skrifist bara á að við erum ekki nógu samstilltir varðandi hvert við ætlum að fara og hvert við ætlum að hlaupa. En heilt yfir finnst mér við hafa sýnt hversu góðir við erum þó það hafi vantað sex, sjö eða átta leikmenn þá erum við alltaf ógeðslega góðir.“ Þá segir hann að Grikkirnir hafi sýnt meiri mótstöðu en hann hafi búist við, þrátt fyrir að sigur Íslands hafi verið afar öruggur. „Mér fannst hún vera meiri. Mér finnst þeir vera bara nokkuð góðir og ef við erum ekki á tánum þá koma þeir bara á okkur og þruma af níu metrum. Það var ekkert mál fyrir þá. Þannig að við þurftum að vera á tánum allan tíman. Þegar við vorum á tánum þá vorum við að sundurspila þá, en um leið og við hægðum aðeins á spilinu þá komu þeir aðeins til baka.“ „Ég held að leikur tvö verði bara þokkalegur líka. Þeir koma og vilja örugglega sýna aðeins meira,“ sagði Kristján að lokum.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Sjá meira