Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2025 08:32 Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun