Sport

Mikael vann úrvalsdeildina með stæl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mikael Aron fór á kostum í keilunni.
Mikael Aron fór á kostum í keilunni.

Hinn 18 ára gamli Mikael Aron Vilhelmsson náði þeim áfanga á dögunum að vinna úrvalsdeildina í keilu. Það gerði hann með glæsibrag.

Úrslitakvöldið var glæsilegt þar sem fjórir keilarar komust í úrslit. Síðasti farmiðinn kom í gegnum umspil sem Gunnar Þór Ásgeirsson hreppti.

Gunnar keppti því fyrsta leikinn í úrslitum gegn Hinriki Óla Gunnarssyni. Spilað var með útsláttarfyrirkomulagi. Leikur Gunnars og Hinriks var rosalegur og fór að lokum þannig að Gunnar vann með einum pinna, 233-232.

Gunnar tryggði sér þar með inn í leikinn í undanúrslitunum sem var gegn Hafþóri Harðarsyni. Þar fataðist Gunnari flugið og Hafþór vann sannfærandi, 237-188.

Klippa: Mikael vann úrvalsdeildina í keilu

Hafþór spilaði því úrslitaleikinn gegn Mikael Aroni en Mikael tryggði sig beint í úrslitaleikinn með hæsta skorinu í fyrsta leik er spilað var um styrkleikaröðun.

Hvíldin háði Mikael ekkert því hann fór algjörlega á kostum í úrsltaleiknum sem hann vann sannfærandi, 279-199. Mikael er því fyrsti sigurvegari úrvalsdeildarinnar sem var haldið af Keilusambandinu og Stöð 2 Sport.

Keilan verður aftur í beinni á Stöð 2 Sport næstkomandi mánudagskvöld en þá fara úrslitin í Íslandsmótinu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×