Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2025 08:31 Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Sjá meira
Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun