Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2025 08:31 Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun