Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2025 08:31 Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í næstu viku verður kosið í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég styð Magnús Karl Magnússon heilshugar í embættið enda er hann framúrskarandi kandídat í þetta verkefni. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman þegar ég var á öðru ári í lífefnafræði við Raunvísindadeild HÍ og var óviss með mín framtíðarplön og um hvað mig langaði að gera eftir grunnnám. Í stuttu máli má segja að frá fyrsta fundi hafi Magnús Karl kveikt hjá mér vísindaáhuga sem enn hefur ekki brunnið út, enda vita þeir sem til hans þekkja að Magnús Karl hefur óslökkvandi áhuga á vísindum og einstaka hæfileika til að kveikja áhuga síns samstarfsfólks á því efni sem á honum brennur hverju sinni. Magnús var annar af tveimur leiðbeinendum mínum í meistara- og doktorsnámi við HÍ. Sem leiðbeinandi var Magnús Karl bæði jákvæður og hvetjandi og lagði sig fram við að veita þann stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að ná mínum markmiðum í námi og vísindastarfi. Sem vísindamaður og leiðbeinandi er hann frjór, hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Þar að auki er hann afar skemmtilegur samstarfsmaður, enda á hann auðvelt með að veita fólki í kringum sig innblástur til að gera vel og hugsa langt. Undanfarin ár hefur töluverð umræða átt sér stað um undirfjármögnun háskóla á Íslandi og skerðingar til samkeppnissjóða sem fjármagna vísindarannsóknir. Því er ljóst að nú sem aldrei fyrr er mikilvægt fyrir háskóla- og vísindasamfélagið að hafa öflugan talsmann sem brennur fyrir því verkefni að auka sýnileika vísinda á Íslandi, koma málefnum háskólans í kastljós umræðunnar og talar fyrir því verkefni að lyfta undir og efla vísindarannsóknir og vísindasamfélagið á Íslandi. Magnús hefur í áraraðir talað fyrir uppbyggingu vísindastarfs hér á landi og mikilvægi þess að opna leiðir fyrir ungt og upprennandi vísindafólk til að byggja upp sínar rannsóknir. Fyrir okkur sem erum að taka okkar fyrstu skref sem sjálfstætt vísindafólk skiptir öllu máli að næsti rektor hafi skilning á mikilvægi þess að gefa ungum vísindamönnum aukin tækifæri og að fjármögnun vísindasjóða verði tryggð. Það er ekki spurning að Magnús verður sýnilegur og öflugur leiðtogi háskólann útá við í samfélaginu, en einnig að hann er afar hæfur til að stjórna þeirri stóru skútu sem háskólinn er. Hann hefur sterka sýn bæði á kennslu- og vísindastarf og hefur síðan ég kynntist honum talað fyrir mikilvægi háskólastigsins á Íslandi og vísinda innan samfélagsins. Magnús hefur sýnt það endurtekið að hann er frábær málsvari vísinda, hefur hugsjón varðandi háskólastarf og hefur verið ötull talsmaður þess á undanförnum árum. Ég er er þess fullviss að Magnús Karl mun reynast háskólanum mikill fengur ef hann nær kjöri sem rektor. Höfundur er lektor við Læknadeild HÍ og náttúrufræðingur á Landspítala.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun