Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar 13. mars 2025 14:01 Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun