Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. mars 2025 20:30 Umhverfisráðherra kynnti í dag átak til að finna og nýta betur jarðvarma á köldum svæðum á landinu. Vísir/Lýður Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur.
Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira