Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. mars 2025 20:30 Umhverfisráðherra kynnti í dag átak til að finna og nýta betur jarðvarma á köldum svæðum á landinu. Vísir/Lýður Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur.
Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira