Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 22:08 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Vísir/Samsett Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu. Sýndarverslun er það sem Neytendasamtökin kalla það þegar einstaklingur kemur upp sölusíðu sem er í raun ekki nema milliliður. Rekstaraðili síðunnar tekur á móti pöntun, yfirleitt á uppsprengdu verði, og vísar henni svo til einhvers framleiðanda í Asíu, oft í Kína, sem kemur svo vörunni til skila. Hann tekur því í raun enga áhættu og veitir enga þjónustu aðra en áframsendingu. „Við höfum verið að fá til dæmis mál, í tveimur tilfellum vildi fólk skipta í aðra stærð af því að stærðirnar eru mjög litlar og augljóslega ekki fyrir evrópskan markað. Og svörin sem koma eru bara eitthvað vont Google Translate og oft einhver vitleysa. Fólki er boðið einhver afsláttur af næstu vörukaupum en réttur neytenda er mjög skýr. Þegar þú kaupir á netinu þá áttu rétt á að skila vöru eins og fatnaði án þess að útskýra það neitt frekar,“ segir Brynhildur sem ræddi sýndarverslanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Missannfærandi íslenskt dulargervi Brynhildur segir þessar verslanir oft dulbúa sig sem íslenskar sölusíður með missannfærandi hætti en hafa í raun enga tengingu við Ísland. Hún tekur sérstaklega fram tvær síður sem hún varar við, fylgihlutir-danmork.com og reykjaviktiska.com. Sú fyrrnefnda hefur í raun enga tengingu við Danmörku og vísar í skilmálum sínum til filippískra laga. Á báðum síðum er aðeins gefið upp netfang og enginn sími eða aðsetur. „Í rauninni situr fólk bara uppi með vöru sem það getur ekki notað og ekki skilað,“ segir hún. Hollensk verslun reyndist starfrækt úr Hong Kong Hún segir sýndarverslanir vera vaxandi vandamál um alla Evrópu. Austurrísk neytendasamtök hafi til að mynda reynt að fara í mál við sýndarverslun sem gaf sig út fyrir að vera með aðsetur í Hollandi en reyndist vera rekinn af einstaklingi búsettum í Hong Kong. Oft sé meint aðsetur ekki meira en pósthólf sem hundruðir slíkra sýndarverslana eru með skráð aðsetur. „Það er virkilega ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega. Þetta eru oft verslanir sem dúkka upp til dæmis á Facebook. Það er ekkert mikið mál að rigga upp flottri heimasíðu og verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir Brynhildur. „Þú verður í rauninni að leita að því hvort það séu upplýsingar eins og símanúmer, aðsetur, hvað segja aðrir á netinu. Ef allt er á afslætti þá er það mjög dularfullt. Ef allir er að gefa fimm stjörnur og góð mðmæli þá er það meira og minna bara einhver vitleysa,“ segir hún og brýnir það fyrir íslenskum neytendum að hafa varann á. Neytendur Verslun Tækni Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Sýndarverslun er það sem Neytendasamtökin kalla það þegar einstaklingur kemur upp sölusíðu sem er í raun ekki nema milliliður. Rekstaraðili síðunnar tekur á móti pöntun, yfirleitt á uppsprengdu verði, og vísar henni svo til einhvers framleiðanda í Asíu, oft í Kína, sem kemur svo vörunni til skila. Hann tekur því í raun enga áhættu og veitir enga þjónustu aðra en áframsendingu. „Við höfum verið að fá til dæmis mál, í tveimur tilfellum vildi fólk skipta í aðra stærð af því að stærðirnar eru mjög litlar og augljóslega ekki fyrir evrópskan markað. Og svörin sem koma eru bara eitthvað vont Google Translate og oft einhver vitleysa. Fólki er boðið einhver afsláttur af næstu vörukaupum en réttur neytenda er mjög skýr. Þegar þú kaupir á netinu þá áttu rétt á að skila vöru eins og fatnaði án þess að útskýra það neitt frekar,“ segir Brynhildur sem ræddi sýndarverslanir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Missannfærandi íslenskt dulargervi Brynhildur segir þessar verslanir oft dulbúa sig sem íslenskar sölusíður með missannfærandi hætti en hafa í raun enga tengingu við Ísland. Hún tekur sérstaklega fram tvær síður sem hún varar við, fylgihlutir-danmork.com og reykjaviktiska.com. Sú fyrrnefnda hefur í raun enga tengingu við Danmörku og vísar í skilmálum sínum til filippískra laga. Á báðum síðum er aðeins gefið upp netfang og enginn sími eða aðsetur. „Í rauninni situr fólk bara uppi með vöru sem það getur ekki notað og ekki skilað,“ segir hún. Hollensk verslun reyndist starfrækt úr Hong Kong Hún segir sýndarverslanir vera vaxandi vandamál um alla Evrópu. Austurrísk neytendasamtök hafi til að mynda reynt að fara í mál við sýndarverslun sem gaf sig út fyrir að vera með aðsetur í Hollandi en reyndist vera rekinn af einstaklingi búsettum í Hong Kong. Oft sé meint aðsetur ekki meira en pósthólf sem hundruðir slíkra sýndarverslana eru með skráð aðsetur. „Það er virkilega ástæða til þess að biðja fólk um að fara varlega. Þetta eru oft verslanir sem dúkka upp til dæmis á Facebook. Það er ekkert mikið mál að rigga upp flottri heimasíðu og verður alltaf auðveldara og auðveldara,“ segir Brynhildur. „Þú verður í rauninni að leita að því hvort það séu upplýsingar eins og símanúmer, aðsetur, hvað segja aðrir á netinu. Ef allt er á afslætti þá er það mjög dularfullt. Ef allir er að gefa fimm stjörnur og góð mðmæli þá er það meira og minna bara einhver vitleysa,“ segir hún og brýnir það fyrir íslenskum neytendum að hafa varann á.
Neytendur Verslun Tækni Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira