Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 09:41 Sonur Jóns Gunnarsson (t.h.) heyrðist segja á leynilegri upptöku að faðir sinn hefði þegið boð Kristjáns Loftssonar, hvalveiðimanns, á hvalveiðiráðstefnu í Perú í haust. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað sjálfur. Vísir Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira