Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2025 15:19 Frá leik í Bestu deild karla Vísir/Diego Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum. „Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá. Íslenski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira
„Við erum að breyta lögunum til að þess að reyna hraða leiknum,“ segir Þóroddur Hjaltalín, starfsmaður dómaramála hjá KSÍ. „Markmaðurinn hefur hingað til mátt halda á boltanum í sex sekúndur eftir að hann nær valdi á boltanum annars hefur dómarinn átt að dæma óbeina aukaspyrnu. Því hefur ekki oft verið beitt en nú erum við að breyta þessu þannig að markmaðurinn hefur átta sekúndur en eftir það, ef hann er enn með boltann í höndunum þegar að þær sekúndur eru liðnar ber dómaranum að dæma hornspyrnu. Þóroddur Hjaltalín er fyrrverandi dómari. Í dag vinnur hann hjá Knattspyrnusambandi Íslands við mál sem snúa að dómgæslu.Vísir/Einar Dómarinn mun setja upp höndina og telja niður fyrir markmanninn sekúndurnar og er um að ræða svipaða handabendingu og þegar að um rangstöðu er að ræða nema dómarinn telur niður með fingrunum. Markmaðurinn sér hvenær hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann.“ Nánar má lesa um breytinguna hér. Skoðun margra er á þá leið að sex sekúndna reglunni sálugu hafi ekki verið nógu hart fylgt eftir og gæti það talist listgrein hjá sumum markmönnum að nýta sér sekúndurnar sex og gott betur en það. Var erfitt fyrir dómara að fylgja þeirri reglu eftir? „Já það hefur verið það. Að dæma óbeina aukaspyrnu innan vítateigs er rosalega stór ákvörðun. Oftar en ekki sjáum við mörk koma upp úr því. Það er auðveldara að dæma hornspyrnu en framkvæmdin á þessu verður alveg þannig að markmaðurinn veit alveg hvenær að hann þarf að vera búinn að losa sig við boltann. Ég held að þegar að við förum inn í mótin verði þetta ekki stór breyting.“ Umrædd reglubreyting hefur nú þegar verið prófuð í nokkrum löndum til þessa og verður tekin upp í öllum helstu deildum Evrópu. Nánar verður rætt við Þórodd Hjaltalín, fyrrverandi dómara og starfsmann KSÍ í dómaramálum, um breytinguna í Sportpakkanum á Stöð 2 að loknum fréttum í opinni dagskrá.
Íslenski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Sjá meira