Atvinnulíf

Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, byrjar daginn á góðum kaffibolla, horfir síðan út um gluggann og yfir sjóinn og fer með morgunbænina. Þar þakkar hann fyrir það sem mestu máli skiptir: Fjölskylduna og heilsuna.
Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, byrjar daginn á góðum kaffibolla, horfir síðan út um gluggann og yfir sjóinn og fer með morgunbænina. Þar þakkar hann fyrir það sem mestu máli skiptir: Fjölskylduna og heilsuna. Vísir/Anton Brink

Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin.

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Klukkan hringir klukkan 06.50 því að hún Eva mín er alveg grjóthörð í að fara í ræktina alla morgna. Sjálfur vill ég kúra til hálfátta að minnsta kost, enda finnst mér agalega gott að gefa mér góðan tíma á morgnana til að stilla mig af inní daginn.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

Fæ mér kaffi og horfi útá sjóinn, fer með morgunbæn og þakka fyrir það sem mestu skiptir; 

Fjölskyldan og heilsan. 

Síðan tökum við Kjartan Sigurjón sonur minn morgunfund og skipuleggjum daginn, en við vinnum saman og hann býr heima.“

Hvaða sjónvarpssería eða kvikmynd fær þig alltaf til að tárast?

„Ég er ekki mikill sjónvarpsmaður og vill helst verja tíma mínum í eithvað annað enn að glápa á sjónvarp. En ef ég ætti að velja eina mynd sem mér finnst bera af er það kvikmyndin Forest Gump; Hún hefur allt og er svolítið eins og lífð er.“

Kjartan segist svo heppinn að vera fljótur að koma sér að hlutunum, vera mátulega hvatvís og ekki með verkkvíða. Utanumhaldið byggir því á að skrifa á miða í lok dags allt sem liggur fyrir daginn eftir og rýna síðan í þann miða þegar hann drekkur morgunkaffibollann sinn.Vísir/Anton Brink

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?

„Við vorum að koma með nýjjung á fasteignamarkaðinn; kaupumeignir.is sem felst í því að stíga inn og kaupa eignir með staðgreiðslu til að losa upp keðjur og koma hreyfingu á hlutina. Þetta er viðbót við rekstur fasteignafélagsins Hvalsnes sem ég rek.

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?

Krota á miða á kvöldin yfir það sem liggur fyrir daginn eftir og svo rýni ég í miðann yfir kaffibollanum morguninn eftir. 

Þá get ég líka metið það hvort maður sé rektrarhæfur yfirleitt ha ha... 

En já, hann virkar ólíkt betur mannshugurinn að morgni og ferskur inn í daginn eða þreyttur að kveldi.

Ég er yfirleitt ekki lengi að koma mér að hlutunum, er mátulega hvatvís og svo heppinn að vera ekki með verkkvíða.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Hef alltaf verið svona klukkan tólf maður en hún Eva kærasta mín er farin að reka mig upp í um hálf ellefu til ellefu, sem er mjög gott því þá fær maður sinn svefn. Ég er því aðhaldinu feginn því mig vantar aðhald til að ná góðum svefni.“


Tengdar fréttir

Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn

Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. 

Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum

Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann.

Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin

Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér.

Fermingar­myndin ekki til út­flutnings

Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×