Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 21:46 Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónuss. Vísir/Ívar Fannar Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin. Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin.
Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira